THE CLASSIC ADVENTURE

Í þessari ferð sjáum við og upplifum nýja sín á þessu magnaða fjalli sem kirkjufell er, og þið munuð sjá að það er enginn tilviljun að þetta er eitt mest myndaða fjall Evrópu. Við munum sigla frá fjörunni í Grundarfirði og yfir á svo kallaðan svartaklett sem er staðsettur við strönd Kirkjufells, þaðan liggur leið okkar að selskeri sem er mitt á milli Grundarfjarðar og Kirkjufells, þar eru mjög oft eins og nafnið gefur til kynna forvitnir selir og nokkrir fuglar á stangli. Og að sjálfsögðu munum við stoppa reglulega og taka nokkrar magnaðar myndir.

Frekari upplýsingar:

  • Verð: 9.900 krónur fyrir fullorðna & 4.900 krónur fyrir börn 12-16 ára (einungis í fylgd með fullorðnum)

  • Lengd: 2 tímar í heildina

  • Tímar á sumrin: 9, 12 og 15
    Vetrartímar: 15

  • Hámark 10 manns í ferð – lágmark 2 í ferð (lágmark 4 á veturna)

  • Tímabil: Allan ársins hring en á veturnar (1. október til 15. apríl erum við með færri ferðir þ.e. bara klukkan 15)

  • Tékkaðu á FAQ fyrir frekari upplýsingar

Innifalið í verði:

  • Reyndur leiðsögumaður

  • Allur nauðsynlegur búnaður svo sem björgunarvesti, þurrgalli, undirgalli, skór og hanskar

  • Öryggisfræðsla

  • Heitar veitingar að ferð lokinni!

BÓKA FERÐ

Loading...

Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst ef bókunarvélin virkar ekki

Myndir