KVÖLDSÓLAR KAYAK FERÐ

Kirkjufellið er glæsilegt allan ársins hring en að sigla um tæran sjóinn í bjartri kvöldsólinni í algeri kyrrð er hreint út sagt töfrandi upplifun.
Í þessari ferð sjáum við og upplifum nýja sín á þessu magnaða fjalli sem kirkjufell er, og þið munuð sjá að það er enginn tilviljun að þetta er eitt mest myndaðasta fjall Evrópu. Við Munum sigla frá Grundfirskri fjöru og yfir á svo kallaðan svartaklett sem er staðsettur við strönd Kirkufells, þaðan liggur leið okkar að selskeri sem er mitt á milli Grundarfjarðar og kirkjufells, þar eru mjög oft eins og nafnið gefur til kynna forvitnir selir og nokkrir fuglar á stángli. Og að sjálfsögðu munum við stoppa reglulega og taka nokkrar magnaðar myndir.

Frekari upplýsingar:

  • Verð: 14.900 fyrir fullorðna & 8.900 krónur fyrir börn 12-16 ára (einungis í fylgd með fullorðnum)

  • Lengd: 3 klukkustundir í heildina, 2 tímar á sjó

  • Tímar: 20 til 23

  • Hámark 10 í ferð – lágmark 2 í ferð

  • Tímabil: 15. maí til 15. ágúst

  • Tékkaðu á FAQ fyrir frekari upplýsingar

Innifalið í verði:

  • Reyndur leiðsögumaður

  • Allur nauðsynlegur útbúnaður svo sem björgunarvesti, þurrgalli, undirgalli, hanskar og skór

  • Öryggisfræðsla

  • Heitar veitingar í lok ferðar!

BÓKA FERÐ

Loading...

Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst ef að bókunarvélin virkar ekki

MYNDIR